Saturday, October 23, 2010

Færsla

Fórum á skemmtilegan fyrirlestur upp í skóla gær. Þrír kennarar við listaskóla í Jerúsalem fluttu tölu. Einn talaði þar meðal annars um sögu hebreskrar leturgerðar. Hebreska leturgerðin eins og hún þekkist í dag er tengd stofnunar Ísrealsríkis. Skemmtilegt að hugsa til þess hvað leturgerð getur verið hlaðin merkingu og táknum. 


Fyrr um daginn fórum við á þýskunámskeið. Kennarinn var eldri uppþornuð kona sem andar hátt í slökun. Hún lét okkur lesa Rauðhettu og skrifa túristalýsingar um Berlín. Æi. 

The only living cat in Berlin














Disturbing


Kafka með merkingahlaðna mottu

Monday, October 18, 2010

Veränderung

Við búum núna í Norður-Neukölln. Það gerðum við í raun líka síðasta vetur nema þá upplifðum við hverfið á mun paranójaðri máta. Ég minnist þess þegar við gengum eitt sinn eitthvað lengra inn Weserstrasse og sáum eitthvað sem minnti okkur helst á dogfight. Nei, þá var sko betra að taka lest upp í prenz og virða alla pastelpallettuna þar fyrir sér. En í dag horfir öðruvísi við. Við erum byrjuð að hætta okkur meira og meira út og viljum helst hvergi annars staðar vera. 

Hverfið stendur á skemmtilegum tímamótum. Fyrir ca. þremur árum voru lögð drög að senu sem smátt og smátt tók á sig mynd. Við njótum afrakstur þessa í dag. Fórum til dæmis á opnunarkvöld veitingastaðarins Píka Píka fyrir stuttu og nutum. Húsnæðið hýsti áður spilakvöld eldri Tyrkja. Í hverfinu var skiptingin nefnilega áður skýrari hvað varðar rekstur. Annaðhvort opnaðir þú Rauchenlokal þar sem konur voru ekki leyfðar, skylda var að hafa kveikt á sjónvarpinu og halógen perur voru múss. Ef ekki gastu opnað Stübchen eða Stüb'l. Staður með þungum viðarmublum, drasli héðan og þaðan og kúnnum sem nánast gréru saman við barstólana. 

Þessir staðir eru engan veginn allir á brott heldur standa hlið við hlið hinna. Það er spennandi að sjá Vicky Pollördur þessa heims standa fyrir utan Weserstübchen reykjandi í Herthu-Berlinbúningnum sínum, óléttar með barnavaginn fyrir framan sig á meðan krullhærði hipsterinn sem sér um reksturinn við hliðina skrifar risottorétti kvöldsins á krítartöflu.


Mona Lisa stóðst gendrifikasjóninni ekki snúning

Saturday, October 16, 2010

Der Anlasser

Áttum kúltíveraðar stundir í dag. Heimsókn á safn og gallerí. Rauðrófugeitaostssúpa í matinn. Góðar stundir. 

Löguðum ótrúlegan Frühstück


Absalút múss að setja haustmynd




Fórum á Bauhaus Archiv
Siggi að maula nesti fyrir utan safnið
Sýningin Anthology of Opitmism tók að mestu á firringu mannsins
...og slaka

Tuesday, October 12, 2010

Þriðjudagur



Mjög góður dagur í dag þrátt fyrir stressandi email samskipti. Verið á harðahlaupum út í Kopien Service og fleira. Fundum eldri, handinnbundna Picasso listaverkabók í bókabúð á Hobrechtstrasse, beint við hliðina á húsinu sem við bjuggum í, í vetur. Ótrúlega margt breyst á nokkrum mánuðum hér í hverfinu. Urðum að kaupa hana.
Fórum einnig í göngutúr í Friedrichshain, hverfi sem við höfum aldrei almennilega nennt að tjekka á. Í ljós kom að við þurfum jafnvel að skoða enn betur þegar við erum ekki svöng/bjórþyrst með engan pening á okkur. Fengum frábæran pakka frá S. Hafsteins fullan af ullareiningum og harðfisk. Deutsche post veigrar sér ekki við því að afhenda hverjum sem er póstinn manns, svo að ég þurfti að þræða bygginguna til að finna helvítið.
Hér að neðan eru einnig innkaup dagsins á Türkmarkt og Bee Gees plata sem ekki var hægt að neita þessari þreyttu konu um.






















































Monday, October 11, 2010

Mappa


Lágvöruverslunin okkar í hverfinu er með möpputilboð í næstu viku. Húshaldið býður spennt.

Sunday, October 10, 2010

Sumarmyndir 3.hluti








































































Fleiri myndir

Eyddum yndislegum sunnudegi í grennd við þar sem við búum núna. Tókum daginn snemma og dingluðum okkur þangað til við skoðuðum íbúð kl. 4. Íbúðin leit betur út á myndunum sem við höfðum séð af henni. Hún var einhvern veginn of fín. Það færi trúlega betur um ráðsettara fólk í henni. Nöfn íbúa voru greipt í sérgerða og samhæfða dyrabjölluskildi. Á baðinu var baðkar  og sturtan sér. Allt saman too much.
Ef við flyttum þangað inn yrðum við helst að kaupa alla Kitchen Aid seríuna, byrja að pressa allt sem við kæmumst í og neyta ýmsra bio-fræja. 

Hamy á Hasenheide
Vodkabar
Alls ekki þunnur þó ýmislegt bendi til þess



Weserstrasse

K við Kanal




Síðustu dagar

Síðustu dagar hafa verið ljúfir.
Haustið færist yfir og skólinn
byrjar brátt.


Hermann



Kanallinn



2. hluti





Sumar í Berlín


Fyrsti hluti mynda síðan í sumar. Áttum frábæra inntökuprófs/subbu ferð ásamt Tyrfingi og Palla.