Sunday, October 10, 2010

Fleiri myndir

Eyddum yndislegum sunnudegi í grennd við þar sem við búum núna. Tókum daginn snemma og dingluðum okkur þangað til við skoðuðum íbúð kl. 4. Íbúðin leit betur út á myndunum sem við höfðum séð af henni. Hún var einhvern veginn of fín. Það færi trúlega betur um ráðsettara fólk í henni. Nöfn íbúa voru greipt í sérgerða og samhæfða dyrabjölluskildi. Á baðinu var baðkar  og sturtan sér. Allt saman too much.
Ef við flyttum þangað inn yrðum við helst að kaupa alla Kitchen Aid seríuna, byrja að pressa allt sem við kæmumst í og neyta ýmsra bio-fræja. 

Hamy á Hasenheide
Vodkabar
Alls ekki þunnur þó ýmislegt bendi til þessWeserstrasse

K við Kanal
No comments:

Post a Comment