Tuesday, October 12, 2010

ÞriðjudagurMjög góður dagur í dag þrátt fyrir stressandi email samskipti. Verið á harðahlaupum út í Kopien Service og fleira. Fundum eldri, handinnbundna Picasso listaverkabók í bókabúð á Hobrechtstrasse, beint við hliðina á húsinu sem við bjuggum í, í vetur. Ótrúlega margt breyst á nokkrum mánuðum hér í hverfinu. Urðum að kaupa hana.
Fórum einnig í göngutúr í Friedrichshain, hverfi sem við höfum aldrei almennilega nennt að tjekka á. Í ljós kom að við þurfum jafnvel að skoða enn betur þegar við erum ekki svöng/bjórþyrst með engan pening á okkur. Fengum frábæran pakka frá S. Hafsteins fullan af ullareiningum og harðfisk. Deutsche post veigrar sér ekki við því að afhenda hverjum sem er póstinn manns, svo að ég þurfti að þræða bygginguna til að finna helvítið.
Hér að neðan eru einnig innkaup dagsins á Türkmarkt og Bee Gees plata sem ekki var hægt að neita þessari þreyttu konu um.


No comments:

Post a Comment