Monday, October 18, 2010

Veränderung

Við búum núna í Norður-Neukölln. Það gerðum við í raun líka síðasta vetur nema þá upplifðum við hverfið á mun paranójaðri máta. Ég minnist þess þegar við gengum eitt sinn eitthvað lengra inn Weserstrasse og sáum eitthvað sem minnti okkur helst á dogfight. Nei, þá var sko betra að taka lest upp í prenz og virða alla pastelpallettuna þar fyrir sér. En í dag horfir öðruvísi við. Við erum byrjuð að hætta okkur meira og meira út og viljum helst hvergi annars staðar vera. 

Hverfið stendur á skemmtilegum tímamótum. Fyrir ca. þremur árum voru lögð drög að senu sem smátt og smátt tók á sig mynd. Við njótum afrakstur þessa í dag. Fórum til dæmis á opnunarkvöld veitingastaðarins Píka Píka fyrir stuttu og nutum. Húsnæðið hýsti áður spilakvöld eldri Tyrkja. Í hverfinu var skiptingin nefnilega áður skýrari hvað varðar rekstur. Annaðhvort opnaðir þú Rauchenlokal þar sem konur voru ekki leyfðar, skylda var að hafa kveikt á sjónvarpinu og halógen perur voru múss. Ef ekki gastu opnað Stübchen eða Stüb'l. Staður með þungum viðarmublum, drasli héðan og þaðan og kúnnum sem nánast gréru saman við barstólana. 

Þessir staðir eru engan veginn allir á brott heldur standa hlið við hlið hinna. Það er spennandi að sjá Vicky Pollördur þessa heims standa fyrir utan Weserstübchen reykjandi í Herthu-Berlinbúningnum sínum, óléttar með barnavaginn fyrir framan sig á meðan krullhærði hipsterinn sem sér um reksturinn við hliðina skrifar risottorétti kvöldsins á krítartöflu.


Mona Lisa stóðst gendrifikasjóninni ekki snúning

No comments:

Post a Comment